Saturday, April 2, 2011

Blómórómó

Ég er ekki viss um að Bretar séu rómantískari en aðrar þjóðir, reyndar hef ég á tilfinningunni að því sé öfugt farið. Sennilega geta þjóðir ekki verið rómantískar en tungumál geta þó hljómað órómó, t.d. finnska og hollenska. Franska hins vegar hljómar í mín eyru eins og menn séu komnir á fremsta hlunn með að geraða með tilþrifum á eldhúsborðinu.
Ég á slangur af ensku postulíni og það er löðrandi rómantískt, en jafnframt hófstillt og pent. Ætli Bretar tækju ekki dúkinn af eldhúsborðinu áður.
Sinnepskrukkan (sultukrukkan?) er blómum skrýdd og æði forn, framleidd á árunum 1906-1930. Hún er úr beina-postulíni (bresk uppfinning) en í því er svokölluð beinaska (bone ash).
Postulínsblómin eru merkt Adderley Floral Bone China. Þau standa í litlum gulum postulínsblómapotti og lifa þar sínu fíngerða postulínslífi.Þegar ég strýk rykið af þessu dóti, sé ég Catherine og Heathcliff fyrir hugskotssjónum, dúandi te-prúð í blúndukjól rykktum undir berustykki (bæði tvö). Í enskum skógi þar sem anemónur vaxa.

7 comments:

  1. Hvar faldir þú þessa færslu? Ég fór inn á þetta blogg í dag og þar var páskadúkurinn efstur og á mínu bloggi var ekki að sjá neina hreyfingu hjá þér heldur?? Svo stendur hér að þessi færsla sé búin að vera til í tvo daga. Draugagangur???

    ReplyDelete
  2. Hmmm, nei, ég byrjaði á þessu um daginn en hafði ekki tíma til að klára. Dagsetningin hlýtur að hafa hangið inni.

    ReplyDelete
  3. Sinnepskrukkan og bollinn eru unaðsfögur og hæfilega rómó. Blómin- tja - veit ekki - safna þau ekki alveg ægilega miklu ryki?

    ReplyDelete
  4. Nja, nei, ekki svo. Ég skola stundum af þeim bara og þá verða þau fín. En postulínsblómin eru, já, einmitt, svona tja, ha, humm.

    ReplyDelete
  5. Postulínsblóm eru margfalt betri en plastblóm :) Annars eru þessar blómaskreytingar mjög fínar.

    ReplyDelete
  6. This is definitely not my cup of tea ...

    ReplyDelete
  7. Ekki er ég hissa að heyra það, þú ert trúlega meira fyrir groddann.

    ReplyDelete