Wednesday, March 30, 2011

Páskadúkur og páskóttar vangaveltur

Í dag fékk ég skemmtilega sendingu í pósti. Páskadúkurinn, penn og upprúllaður í brúnu umslagi sem þakið var litfögrum sænskum frímerkjum. Hreinn unaður. Takk Jan/form55!
Nú hlakka ég enn meira til páska. Hef reyndar aldrei verið neitt sérstakt páskabarn, borða ekki einu sinni páskaegg. Nammið þykir mér oft ágætt, en súkkulaðið álíka ætt og unginn.

Maður bíður vitaskuld rólegur og vær eftir páskasveinum, páskagjöfum, páskalögum og auðvitað páskaösinni.

En páskadúkurinn, hann er kominn.

8 comments:

  1. Nú sest þú niður og ferð að mála harðsoðin hænuegg.

    ReplyDelete
  2. Mér finnst hann æði. Mamma mín skreytti alltaf allrosalega fyrir páskana. Ég hef stundum lamið sjálfa mig (í huganum) með svipu fyrir að hafa ekki tekið þann sið með mér, en kannski er það ágætt, Frökkum finnst ég nógu skrítin með jólaskrautið allt saman:)

    ReplyDelete
  3. Já, ekki er nú á það bætandi dama góð;)

    ReplyDelete
  4. Þessi dúkur er svo flottur að hann dugar sem páskaskraut.

    ReplyDelete
  5. Mikið óskaplega er myndarlegt heima hjá þér! (ekki það að ég hafi búist við neinu öðru, sko)

    ReplyDelete
  6. Já, dúkurinn gleður hjartað og hver veit nema mitt innra páskalamb vakni til lífsins.

    Krummi, takk. Ég er ákaflega stolt af gamla burknanum mínum enda af plöntu sem hefur verið til jafn lengi og ég sjálf.

    ReplyDelete
  7. Vá hvað dúkurinn er flottur! Og það er svo sannarlega myndarlegt heima hjá þér.

    ReplyDelete