Saturday, March 5, 2011

Blárra en blátt

Bláu könnuna gaf Ásta dóttir mín mér í afmælisgjöf, en fagurbláma þennan fann hún á fornsölu í Aberdeen.
Hér hefur kannan tyllt sér ofan á brauðboxið hennar Rósu, sem er a.m.k. hálfrar aldar gamalt. Takið eftir hvernig haldið og kannan tala saman.

Mig langar svo brjálæðislega í þessa hérna, en það kostar allt of mikið að senda þá til Íslands. Ferlega fúlt, en svona er að búa úti í ballarhafi.

13 comments:

  1. Þetta er einhver allra fallegasta kanna sem ég hef nokkru sinni séð! Nákvæmlega minn smekkur.

    ReplyDelete
  2. Blátt gler er ómótstæðilegt!

    ReplyDelete
  3. Amm. Hún Ásta mín er glúrin stúlka:)

    ReplyDelete
  4. Æi, nú er ég miður mín. Fyrst það sem ég skrifaði í gær hér birtist ekki hlýt ég að hafa verið ókurteis að það er aldeilis ekki meining mín. Ef til vill hefur einhver húmor misskilist :(

    ReplyDelete
  5. Ha? Ég sá ekkert komment frá þér í gær Ella. Þetta kerfi er nú eitthvað gallað, fólk hefur sagt mer að það éti komment. Meira ruslkerfið, pfft!

    Þar að auki móðgast ég ekki ef fólk getur nafns, mér þykja nafnleysingjar óttalegir heiglar.

    ReplyDelete
  6. Kommentaát er sóun og sóun er synd.
    Man ekki nákvæmlega hvað ég skrifaði nema ég sagði vertekkjaððessu væli, bláa kannan er miklu flottari en þetta græna dót. Mér finnst orðið geysiflott á prenti með tvö eð saman, en kannski er það of girnilegt til átu.

    ReplyDelete
  7. Hahaha! Tvö eðíröð eru of tormelt fyrir þetta kerfi, sniðug varstu.

    Og svona þér að segja, þá pantaði ég græna dótið (eftir að hafa þrukkað verðinu svolítið niður). Græna dótið fær sérstaka færslu, hvort sem það kemst óskemmt til landsins eða ekki...

    ReplyDelete
  8. Kristín í ParísMarch 7, 2011 at 10:50 AM

    Mín athugasemd kom ekki heldur! Græna dótið er dásamlega fallegt, ég er mjög fegin að þú keyptir það, mig dreymdi það m.a.s. í nótt:)

    ReplyDelete
  9. Kristín í ParísMarch 7, 2011 at 10:53 AM

    Og hér fann ég fínt eftir Ditmar: http://parfumderose.canalblog.com/albums/vaisselle_ancienne/photos/49999535-102_0614.html
    Ég fann líka æðisleg föt, þrjú misstór og bauð í þau á ebay, en ég þarf greinilega að læra fiffið með að bjóða á síðustu mínútunni, hélt fram í talningalok að þau væru mín fyrir 2 evrur!
    Ég ætla að fara með þig í þessa búð í Lille, þegar þú kemur til Parísar, Beta. Ef bíllinn minn er enn á lífi er þetta ekkert svo langt að keyra.

    ReplyDelete
  10. Ég prófaði einmitt að bjóða á Ebay um helgina og hélt að afar fagur diskur með sólblómum væri minn, en svo á síðustu sekúndum gripu "pró" gúbbar diskinn. Maður kann ekkert á þetta, en lærir:)

    Mig langar rosalega að fara með þér til Lille og gramsa. Megi svo verða áður en ég drepst.

    ReplyDelete
  11. Og vá Kristín, hvað þessir Ditmar baukar eru kúl!

    ReplyDelete
  12. Kristín í ParísMarch 7, 2011 at 1:16 PM

    Já, þeir eru ansi kúl, en ég ætla samt ekki að kaupa þá. Held ég. Og megir þú komast til Parísar sem fyrst.

    ReplyDelete
  13. Ú ég missti af þessu græna dóti ... en það kemur væntanlega mynd af því síðar.

    ReplyDelete