Sunday, March 13, 2011

Sorgleg saga að einhverju leyti

Fór í Kolaportið í gær og keypti nautalifur og brodd, alltaf gaman í matardeildinni.
Gramsaði svolítið í leiðinni og fann þennan trévasa og hrikalega fallega græna krukku (norskt keramik), en þegar ég rölti með vasann og krukkuna til sölumannsins, rann lokið af krukkunni. Get vottað að gólfið í Kolaportinu er hart og lokið mölbrotnaði. Ég grét inní mér þegar ég sagði (hressilega) við kallinn: "Eða nei annars, ég ætla ekki að fá þessa." En auðvitað borgaði ég fyrir krukkuna, nema hvað.

Hvernig datt mönnum annars í hug að framleiða vasa úr tré? Efast um að hann haldi vatni, en á eftir að prófa. Hjálmar hélt að þetta væri einhvers konar verkfæri, meira hvað hann getur verið glámskyggn á smekklega skrautmuni.

7 comments:

  1. þetta gæti verið hið ágætasta prjónahús

    ReplyDelete
  2. Tja, ég veit nú ekki betur en forfeður mínir hafi kneifað mjöðinn úr tréílátum. Og fallegur er þessi munur. Er græna krukkan ónothæf loklaus? Ég get tekið undir að gólfið í Kolaportinu er hart, líka þegar maður rennur til í einhverju slori í matardeildinni.

    ReplyDelete
  3. Góð hugmynd Parísardama! Mikið sem þið eruð frjó.

    Græna krukkan er vel nothæf, en ekki svipur hjá sjón. Svona er flumbrugangur ekki til fagnaðar nema stundum og ekki þá.

    ReplyDelete
  4. Slæmt að þú skyldir hafa fengið að kynnast krukkunni með lokinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. (Ég veit ég veit, þetta er út í hött miðað við tilefnið, mér finnst þetta bara hljóma svo prýðilega í samhenginu) Flest ílát hér um slóðir til forna voru úr tré svo þú skalt bara vera bjartsýn.
    Fáum við þá ekkert að sjá téða krukku?

    ReplyDelete
  5. Haha, rammur þessi Ella:) Kannski ég skelli inn mynd af þeirri misstu í næstu færslu.

    ReplyDelete
  6. Þetta er alveg megaflottur vasi og hreint tilvalinn undir prjóna. Synd með krukkuna, en svona getur lífið verið hart stundum.

    ReplyDelete