Tuesday, March 1, 2011

Doppur og strik

Þessi staukur kemur úr smiðju Royal Copenhagen/Aluminia. Hönnuður bláu doppanna og strikanna heitir Inge Lise Kofoed (f. 1939) og má sjá merkingu hennar á botni gripsins (eins og 4 með punkti). Inge Lise vann fyrir Royal Copenhagen á árunum 1976-1978. Ég held að staukurinn hljóti að vera hluti af stelli og hefði ekkert á móti því að borða af diskum með þessu fína mynstri.
Staukurinn er nokkuð hár, eða 13 sm. Hann er sagður (á netinu) vera sykurstaukur en þau sykurkorn sem eru á mínu heimili komast ekki gegnum þessi göt, og verður hann því settur í brúk sem gasalega hávaxinn saltstaukur. Aðlögun eða dauði, þannig er lífsbaráttan.

4 comments:

  1. Hjálmar fékk hann úr búi fóstru gömlu.

    ReplyDelete
  2. Mér finnst ólíklegt að þetta sé úr stelli. Inge-Lise Kofoed var held ég lítið í svoleiðis. En ég á skondinn safnarabolla eftir hana frá 1977, hann sést hér hjá konfektinu unaðslega: http://antikogallskonar.blogspot.com/2010/10/konfekt.html

    ReplyDelete
  3. Jamm, ég hef líka séð fullt af blómavösum eftir hana, þeir eru mjög flottir. En þetta með stellið var kannski bara óskhyggja;)

    ReplyDelete