Sunday, March 27, 2011

Buskabaukur

Svo segja mér heimildir að Hjálmar hafi allmargri kökunni stolið úr þessari krús, þegar hann var að alast upp hjá fóstru sinni.

Baukurinn gamli er skreyttur fimm ljósmyndum frá Grænlandi. Hann er nokkuð stór, 12x21x21 sm.








Lítill pjakkur í félagsskap sleðahunds. Í fjarska sést par koma kjagandi af næsta bæ.












Og hér eru sjö forvitnir sleðahundar. Ábyggilega að ígrunda hvernig ketið af ljósmyndaranum bragðist.











Fjörður í firð og einmana bátur.













Rennilegt fley, ég átta mig ekki á fánanum, en hann er þó rauður og hvítur. Ætli þetta sé ekki eitthvert konungaslekti að heimsækja litla fólkið í Grænlandi.











Á lokinu er lítil stúlka í fögru umhverfi. Í hvert horn raða sér dýr: selur, hreindýr, hvítabjörn og kind.

Telpan horfir fjarrænum augum út í buskann. Ætli hún sé ekki þar í dag.

10 comments:

  1. Buskurinn er í Frakklandi, kannski Kristín þekki hana.
    Til hamingju með að eiga svona fínan bauk.

    ReplyDelete
  2. Þetta er með flottar baukum sem ég hef séð.

    ReplyDelete
  3. Takk! Hann er sérkennilega fallegur, þessi baukur.

    ReplyDelete
  4. Eitthvert kóngaslekti? Ésúsmaría!

    Þetta er ekkert annað en lystisnekkjan Dannebrog, um borð er danska kóngafjölskyldan á leið í konunglega heimsókn í Grænlandi (ég giska að árið sé 1960).

    http://da.wikipedia.org/wiki/Kongeskibet_Dannebrog

    ReplyDelete
  5. Ég kannast nú ekki við stúlkuna, en kannski erum við reglulega samferða í metró, hver veit? Skemmtilegur baukur. Ég þarf endilega að fara að stinga inn mynd og mynd af mínum litlu trouvailles.

    ReplyDelete
  6. Þetta er eigulegur buðkur.
    Ég styð eindregið að sem flestir komi sér upp dótabloggi. Það er holl og heilbrigð iðja að dótablogga.

    ReplyDelete
  7. Í mínu ungdæmi var þetta alltaf kallað kökudunkur. Og ég var aldrei jafn kræfur og hann bróðir minn í kökudeildinni...

    ReplyDelete
  8. Auðvitað er þetta dunkur, hvernig læt ég.

    ReplyDelete