Tuesday, March 8, 2011

Lillablár vasi og Kjarval

Nú er ég, að því ég frómast veit, búin að skoða alla nytjamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Góða hirðinn, Kolaportið, ABC hjálparstarf (Skútuvogi), kristniboðana (Austurveri), Samhjálp (Stangarhyl) og Hjálpræðisherinn úti á Granda. Gæti verið að gleyma einhverju, það væri þá ekki í fyrsta skipti.

Hver markaður hefur sinn sjarma. Mesta róðaríið sá ég hjá Samhjálp, en þau eru með talsvert af lagerum (sennilega úr búðum sem hafa lagt upp laupana) og því ekki með "gamalt dót" nema að nokkru leyti. Snyrtilegasti markaðurinn er hjá kristniboðunum, svakalega vel skipulagt og fínt, en verðið í hærri kantinum. Það er varla að ég nenni í Góða hirðinn lengur, þar er alltaf svo margt fólk og ekki fer ég á svona markaði til að gramsa í fólki. Mér finnst alveg vanta bílskúrs- og skottmarkaði hér á landi, vonandi lifnar yfir slíku framtaki í sumar. Nægur er áhuginn fyrir notuðu dóti, svo mikið er morgunljóst.
Í gær fann ég þennan fína Kjarval, getiði hvar...

11 comments:

  1. Ég hef bara einu sinni farið í Stangarhyl og hef einu sinni í Skútuvog. Trúboðana kíki ég á stöku sinnum en mér finnst yfirleitt lítið fútt í þeim. Góði hirðirinn er ágætur svona frá tvö (bara ekki fara rétt eftir opnun) og Hjálpræðisherinn úti á Granda ágætur. Það versta við þessar búðir er hvað þær eru út og suður og ekki nokkur leið að ganga á milli. Mig dreymir um miðborg Reykjavíkur með mörgum skranbúðum sem hægt er að rölta á milli - það rætist aldrei.

    ReplyDelete
  2. Já, það væri rosa gaman að hafa nokkrar svona búðir í einu og sama hverfinu. Hjálpræðisherinn úti á Granda fannst mér mjög fínn, fór þangað í gær í fyrsta skipti. Trúboðarnir eru með snyrtilegan markað, en bjóða upp á lítið úrval af keramiki og þvíumlíku.

    ReplyDelete
  3. Já, og með Góða hirðinn, ég kemst aldrei í hann fyrr en eftir fjögur og þá er yfirleitt hroðalegur troðningur þar.

    ReplyDelete
  4. The vase looks very Czech, Zelezny Brod most likely but I'm not 100%

    Best Regards
    Emil

    ReplyDelete
  5. As a matter of fact the former owner of this vase had quite a few things from Czechoslovakia. So, you could be right;)

    ReplyDelete
  6. It looks like the glass is coloured with neodymium. If you put it under flourescent light it should change colour to turquoise.

    Best Regards
    Emil

    ReplyDelete
  7. Vasinn er bjútífúl. En hvar fannstu Kjarval? Í Góða hirðinum kannski? Mér finnst alltaf alveg rosalega gaman að koma í Góða hirðinn og er alveg jafnspennt yfir fólkinu þar og dótinu. En ég er svoddan sérfræðingur í að láta mér ekki líða illa í þvögu, sem betur fer.

    ReplyDelete
  8. Kjarval var í góðu yfirlæti hjá Hjálpræðishernum, þetta er mjög flott eftirprentun í vönduðum ramma (kostaði kr.300). Fékk líka litla Rörstrand skál þar á kr.100, þeir eru ekkert að okra á manni.

    Samgleðst þér vegna þvögutoleransins. Mannfjöldi og þvögur eru ekki minn tebolli, mér líður illa í margmenni, enda félagsfælin og einræn.

    Emil - that´s so interesting! I´m going to try this, as soon as fluorescent light comes my way.

    ReplyDelete
  9. The common "light tubes" you might have above the sink are fluorescent, try there.

    Best Regards
    Emil

    ReplyDelete
  10. Ég hef alltaf litið á þvögur sem felustaði. Í þvögu hverfur maður svo auðveldlega, í fámenni er maður svo áberandi.

    ReplyDelete
  11. Guðný ÞórarinsdóttirMarch 25, 2011 at 9:27 AM

    Það verður svaka fínn markaður á Eiðistorgi 9. apríl. Allir velkomnir að selja og kaupa!

    ReplyDelete