Thursday, March 3, 2011

Metta


Fyrir nokkrum mánuðum keypti ég þessa skál af kristniboðunum fyrir 300 kall. Hún er nokkuð sérstök, eiginlega alveg mött. Samkvæmt þessari síðu hér er hún framleidd einhvern tímann á árabilinu 1929-1950, af Aluminia Faience í Kaupmannahöfn, sem síðar varð Royal Copenhagen.
Mér þykja strokurnar í mynstrinu mjúkar og fallegar.


Og svo er þetta skrítna tákn á botni skálarinnar, kannast einhver við það?

Held ég kalli hana Mettu. Skálina altso.

3 comments:

  1. Kristín í ParísMarch 5, 2011 at 7:46 AM

    Þetta er eins og einhver galdrarún. Spyrja galdrasetursfólkið?

    ReplyDelete
  2. Já, einmitt, en það er engin rún svona (eftir því sem ég frómast veit og Gúggli frændi sagði sama). Kannski er mynstrið bara "innblásið" af rúnaletri...

    ReplyDelete