Thursday, March 17, 2011

Munir og munaðarleysingjar

Hér gefur að líta sundurleitt safn ýmissa krukkna sem mér hafa áskotnast héðan og þaðan, m.a. bolla frá Finnlandi (Arabia), norska grænkrukku, sænska blákrukku með eyru og einn blómálf frá Skotlandi.
Man ekki hvar ég fékk þennan græna bolla. Hann er úr stelli sem nefnist Totem, hannað árið 1963 af Susan Williams-Ellis.
Blómakrukkan sem sést til hægri á efstu myndinni er framleidd í Skotlandi og á hana eru krotaðir stafirnir PF. Ekki kann ég nánar að rekja uppruna hennar, en mér hugnast hin draumkenndu blóm. Þau minna mig á lyfjagras.
Síðan er mér sönn ánægja að kynna norsku krukkuna grænu, sem þeytti af sér hattinum í Kolaportinu um daginn. Berhöfðuð fer hún með æðruleysisbænina fyrir hvern sem nennir að hlusta.

Bláa krukkan er Höganäs keramik.
Takið eftir tekklokinu og tekkdiskinum hér að neðan (sænskt gæðastöff).

Ég smellti því yfir og undir þessa sætu Rörstrand Sierra krukku og finnst þau bara góð saman.
Það var og. Ef ykkur vantar eitthvað af þessu í stellið, má alveg hafa samband.

4 comments:

  1. Æðruleysisbænin kemur alls staðar að gagni.

    ReplyDelete
  2. æðruleysisbaunin?
    takk fyrir alla tenglana hér til hliðar.

    ReplyDelete
  3. Ég á heilt kaffibollasett með diskum, í stíl við norsku krukkuna loklausu. Þetta sett er reyndar í fóstri hjá Eyjólfi vini mínum og konunni hans. Þau hugsa mjög vel um þá og þess vegna er ég nokkuð sátt við þessa tilhögun. Kristín í París.

    ReplyDelete
  4. Mér þykir þetta norska stell svakalega fallegt og samgleðst. Ef þig langar í krukkuna loklausu, er hún þín. Hún er vel brúkleg svona berhöfðuð.

    ReplyDelete