Wednesday, March 9, 2011

Litvillingur

Í dagsljósi og við venjulega perulýsingu er þessi vasi lillablár (lavender), eða bleikur samkvæmt litgreiningu sona minna (þeir eiga ekki "lillablátt" til í orðasafni sínu).
Í athugasemdakerfinu við síðustu færslu sagði Emil að mögulega væri efni sem kallast neodymium í vasanum og að ég gæti sannreynt það með því að bera hann undir flúrljós, þá mundi hann skipta um lit og verða blár. Þetta vakti forvitni mína (vísindakvendið aldrei langt undan) og var eitthvað að spá í að drösla gripnum í vinnuna, en mundi þá eftir því að í eldhúsinu lúrir flúrpera undir hjálmi.

Þetta var fróðleiksmoli dagsins.

7 comments:

 1. Fallegur vasi. Þið Þórdís eigið svo mikið flott gamalt dót. Ég hef ekki einu sinni stigið fæti mínum inn fyrir dyr í Góða hirðinum, hvað þá meira.

  ReplyDelete
 2. Ég hef verið svag fyrir gömlum munum alveg síðan ég var lítil. Mér þóttu alltaf hlutir með sögu miklu merkilegri en nýir og hef t.d. aldrei viljað búa í nýju húsnæði, bara gömlu. Svona er maður skrítinn.

  ReplyDelete
 3. Looks good :)
  I have a couple as well under the tag "neodymium" on my blog.

  (Thanks for the link!)

  Best Regards
  Emil

  ReplyDelete
 4. Thanks, I´ve read them:)

  ReplyDelete
 5. Þetta er stórmerkilegt!

  ReplyDelete
 6. Ég tek undir með þér Elísabet. Ég hef alltaf helst viljað hafa hluti gamla og á eldgamalt dót sem ég fékk sem krakki. Gömul föt hafa líka alltaf verið í uppáhaldi og sömuleiðis gömul hús.

  ReplyDelete