Sunday, May 29, 2011

Plast og blóm og pottar

Ég er síumpottandi upp á síðkastið. Alltaf að dedúa við plönturnar mínar. Auk þess hef ég tekið ástfóstri við gamla plastpotta af ýmsum stærðum og gerðum, en þá finn ég á skransölum og nytjamörkuðum. Flestir pottanna sem hér sjást eru framleiddir í Þýskalandi og Svíþjóð.
Sumir plastpottar þykjast vera úr tré og skreyta sig með skínandi málmgjörðum.
Aðrir eru í gervi vandlega fléttaðrar körfu.
Plöntunum hef ég komið til vits og þroska frá örsmáu fræi. Ást mín til þeirra gengur svo langt að ég ét þær, en bara ef þær eru góðar.

6 comments:

  1. Ég er nú yfirleitt ekkert hrifin af plastpottum - en þessir eru svo sætir að ég held ég verði að endurskoða málið!

    ReplyDelete
  2. Já, svona gamlir, vandaðir pottar geta verið ógurleg krútt:)

    ReplyDelete
  3. Sætur blómagluggi :-)

    Hvað varðar plastpottana, þá segi ég eins og Harpa, að ég hef nú ekki verið hrifin af þeim hingað til. En ég hef heldur ekki oft séð svona krúttlega.

    Gaman að sjá þig á Þuráskransölunni.

    ReplyDelete
  4. Kristín í ParísMay 30, 2011 at 2:45 AM

    Svakalega fín spretta hjá þér og plastpottar geta greinilega verið gasalega fínir. Einn aðalkosturinn við plastið er náttúrulega þyngdarleysi þess.

    ReplyDelete
  5. Galli við plastið er aftur á móti að það meyrnar með árunum af því að vera sólarmegin í lífinu. ég lendi orðið stundum í því að taka upp pott með þeim afleiðingum að þumalfingurinn fer inn úr. Eðlilega eru það nú oftar innri pottarnir þar eð þeir eru oftast þynnri.

    ReplyDelete
  6. Já, sumt plast endist illa, það er satt. Pottarnir á efstu þreumur myndunum eu úr þykku plasti sem endist greinilega vel því þeir eru áratuga gamlir. Það er þynnra plastið í litlu hvítu pottunum á 4.myndinni.

    Einu sinni fannst mér svona plastpottar ljótir, en smekkurinn breytist eftir því sem ellin sækir harðar að manni:)

    ReplyDelete