Monday, November 7, 2011

Skál fyrir mig





Um helgina fórum við betri helmingurinn í ferðalag til Akureyrar. Það var gaman. Við gerðum fátt hámenningarlegt, en spókuðum okkur í bænum, fórum á kaffihús og í búðir. Að sjálfsögðu fórum við í Frúna í Hamborg og Fröken Blómfríði, en það hljóta að vera skemmtilegustu búðirnar norðan heiða. Í síðarnefndu búðinni fann ég þessa yndisfögru skál. Litirnir og formið örguðu á mig: Beta Beta!

Skálin appelsínuhressa er vestur þýsk, framleidd af Bay Keramik um miðja síðustu öld. Ég er feikn lukkuleg með hana og hún með mig.

Friður, ást og frjálst hár.

9 comments:

  1. Falleg er hún og ber vel verslunarnafninu vitni - sé alveg fyrir mér svona hlauprétt í henni sem bylgjast í takt við öldubarminn :-)

    ReplyDelete
  2. Takk Guðrún. Ég veit ekki hvort hún verði notuð undir mat, eða jú, kannski ávexti:)

    ReplyDelete
  3. Næst þarftu að taka nytjamarkaðina með; Fjölsmiðjuna Rauðakrossinn og Hjálpræðisherinn.

    ReplyDelete
  4. Það hefði ég svo sannarlega gert, hefðu þeir ekki verið lokaðir.

    ReplyDelete
  5. Ég reyndar fór í Hertex sem er opinn annan hvern laugardag, keypti eitthv smotterí þar.

    ReplyDelete
  6. Gott Nytt ÅR från mig, önskar dig många nya roliga fynd under året som kommer;)

    ReplyDelete