Saturday, May 5, 2012

Sett sófa, her leirs


Ég er að venjast nýja (gamla) sófasettinu. Settið er svo nett að maður þorir varla að fitna lengur. Og svo hvítt að maður drekkur bara vatn. Allt eins og best verður á kosið. Skemillinn á efri myndinni er upprunninn frá ömmu Hjálmars, en hún mun hafa saumað hann út. Mér finnst skemillinn hæfilega sækadelískur og mátulega grænn.

Kaldastríðsleirherinn gleður mig upp á hvern dag, ekki síst eftir að ég raðaði vösunum í þessar ágætu hilluherbúðir. Dóttur minni þykja vasarnir ljótir, en ég er sannfærð um að hún eigi eftir að þroskast upp í dannaðan smekk móður sinnar. Annað hvort væri það nú.

Munum eftir bestu sjoppunni í bænum. Adjö!

8 comments:

  1. Sófarnir eru dásamlegir og skemillinn líka. Kaldastríðssafnið er einkar impónerandi, en mér finnast vasarnir reyndar mun flottari svona margir saman en hver fyrir sig.

    ReplyDelete
  2. Mér finnst sófasettið fallegt og taka sig sérlega vel út í íbúðinni, sem er afskaplega fallega stíliseruð að hætti baunarinnar ;)

    ReplyDelete
  3. sæl og blessuð baun og mikið er nú gaman að hitta þig og þitt stórskemmtilega blogg.

    En ég get ekki betur séð en að sófasettinu semji vel við íbúðina þína.

    kveðja Stína

    ReplyDelete
  4. Fínt sófasett. Myndi þó aldrei velja hvítt tau til daglegs brúks nema hægt væri að stinga því í þvottavél. Fyrir rúmum tuttugu árum klæddi ég sófasett með gráu leðri sem ég get þvegið með blautri tusku. Kemur sér heldur betur. Skemmtilegt að sjá að þú ert með tannhvössu tengdamóðurina í eins potti og ég.

    ReplyDelete
  5. Sófasettið er æði! Hvernig áklæði er þetta?

    ReplyDelete
  6. Ég verð að viðurkenna að ég sé eftir að hafa valið svona ljóst áklæði, var undir pressu - hefði átt að taka meiri tíma í að skoða málið. En, þar sem engin barnabörn eru komin enn, ætla ég bara að njóta þess að eiga svona fínerí.
    Hildigunnur, þetta er ullarblanda, vona að það endist og sé hægt að þrífa það eitthvað:/

    ReplyDelete
  7. Vá, nú verður ekki drukkið meira púrtvín í stofunni, en kampavín er í lagi, það blettar ekki :)

    ReplyDelete