Thursday, September 27, 2012

Af líkamlegu sambandi við leir



Rakst á þennan stórkostlega vasa um daginn hjá Samhjálp. Hann er gamall, danskur og engin smásmíði, 31 sm á hæð. Gæðagripurinn er framleiddur á Fjóni af Ravnild leirgerðinni sálugu, rétt eins og fallega röndótta skálin mín sem er í miklu uppáhaldi. Skálin á sér félaga núorðið, það er lítil kanna sem hún Þórdís gramssystir gaf mér. Fallegt par og elegant.

Varð bara að deila þessu með ykkur. Þakka þeim sem hlýddu.

2 comments:

  1. Þetta er fallegt og parið er sérlega fagurt. Ferðu ekki að setja upp safn?

    ReplyDelete
  2. Líklega á ég stærsta safn landsins af þýskum kaldastríðsblómavösum, en það hefur bara eiginlega enginn áhuga á að tala um blómavasa við mig. Svo undarlegt sem það nú er:)

    Kannski gef ég einhverju safni safnið mitt einn góðan veðurdag.

    ReplyDelete