Meðal fátæklegra eigna Rósu var þessi bísperrta og hressa hanakanna. Einhvern veginn finnst mér að svona könnur hafi verið til á öðru hverju sveitaheimili fyrir norðan og ímynda mér að farandsali fullur af eldmóði hafi sannfært bændur um ágæti og þénugheit hanans.Viðbót 28.2.
Hann Emil hjá Bohemiabloggen benti mér á uppruna hanakönnunar - takk Emil! - en hún er kennd við Ditmar Urbach og búin til í Tékkóslóvakíu heitinni. Mér skilst að þessar könnur hafi verið framleiddar í kringum 1930, en af einhverjum orsökum gekk mér ekki nógu vel í gúggllistinni til að fá nákvæmar upplýsingar. Fann samt fullt af fallegu dóti eftir Ditmar kallinn, t.d. þetta hér.
Indælt. Jú, ég hef oft séð svona könnur en get ómögulega tiltekið staði eða stundir.
ReplyDeleteJá, þær voru víða þessar könnur, og ábyggilega slatti til af þeim enn.
ReplyDeleteEflaust hafa þessar könnur verið til víða, en óþarfi að troða þessari smekkleysu upp á bændur á öðru hverju heimili fyrir norðan.
ReplyDeleteMér finnst þetta ljómandi falleg kanna og hef nú fengið það staðfest að hanakönnur hafa verið (og eru) til víða á landinu, alls ekki bara fyrir norðan, enda var það spekúlering hjá mér sem ekki ber að taka bókstaflega.
ReplyDeleteNeðsta myndin finnst mér einstaklega falleg. Alveg ótrúlega hreint.
ReplyDeleteÞar er ég sammála, Gunnar.
ReplyDeleteIt's "Ditmar Urbach", Czechoslovakia (if you haven't found out already).
ReplyDeleteMvH
Emil
Thanks Emil, I didn´t know!
ReplyDeleteAmma á Akureyri átti einmitt svona könnu - velti því fyrir mér núna hvar hún hafi lent?
ReplyDeleteÉg held í alvöru að það hljóti að hafa trallað hér um landið firna duglegur sölumaður á fyrrihluta síðustu aldar, með vörubílshlass af þessum könnum, því ég er búin að heyra í svo ótalmörgum sem muna eftir þeim:)
ReplyDeleteJa hérna hvað ég er hrifin af honum Ditmar.
ReplyDelete