Sunday, June 5, 2011

Himinblá

Í gær fengum við góða gesti í mat, mæðgurnar Helgu og Hlédísi. Þær komu færandi hendi, með þessa fallegu skál í boðið. Og chili-súkkulaði!

Skálin stendur nú á skenknum mínum, og það er hreint eins og brot úr bláum himni hafi fallið ofan. Eða blátær alda skolast upp og frosið í tíma.

Blátt gler, mjúkar línur, dýrðin ein.

Hef ekki hugmynd um hvað þessi skál er gömul, en veit að hún er framleidd í norskri glerverksmiðju, Magnor.

Verksmiðja þessi var stofnuð í Svíþjóð árið 1830 og var um tíma starfrækt báðum megin við landamærin, en er nú eingöngu í Noregi. Magnor halda ótrauðir áfram í glerverkinu, ef marka má heimasíðuna þeirra.

Magnað. Hvað gler getur verið fallegt og súkkulaði gott og fólk líka.

2 comments: