Monday, March 21, 2011

Grænbaunagleði






Hann er kominn. Pakkinn sem ég hef beðið eftir. Loksins. Grænu baunirnar mínar fjórar. Allar við góða heilsu, hamingja hamingja...

Kertastjakarnir eru úr (dásamlega) grænu gleri og látúni (eða kopar, er ekki viss). Samkvæmt merkingu eru þeir búnir til í Svíþjóð og væri gaman að vita nánari deili á þeim, en það er ekki mikið að græða á miðanum bláa.

Kannski get ég notað stjakana sem óhefðbundinn aðventukrans, hver veit?

Viðbót: Fékk ábendingu frá þessum fínu bloggurum um að kertastjakarnir væru framleiddir af Lindshammar - Gunnar Ander, sjá mynd hér (það þarf að skruna svolítið niður til að sjá stjakana).

12 comments:

  1. Þeir kostuðu $20 og svo þurfti ég að borga flutning og toll, vask og eitthvað sem nefnist tollmeðferðargjald. Samtals lagði þetta sig á 6 þúsund kall, sem er svakalega dýrt en...hjól atvinnulífsins og allt það...

    ReplyDelete
  2. VÁ! Til hamingju, þeir eru æðislegir.

    ReplyDelete
  3. Grænar baunir! Viðeigandi :) Aldeilis krúttlegar :)

    ReplyDelete
  4. Þeir eru alveg rosalega fallegir!

    ReplyDelete
  5. Jag har sett likadana med en etikett från Lindshammar glasbruk i Sverige. Fina.

    ReplyDelete
  6. Här hittade jag bilden på ljusstakarna.
    http://precisensan.com/antikforum/showthread.php?1195-Mannen-bakom-det-Obekanta-Gunnar-Ander&p=15186&viewfull=1#post15186

    ReplyDelete
  7. Smart að hlaða þeim svona ofan á hvern annan líka ;)

    ReplyDelete